FRÍR FYRIRLESTUR FYRIR ÞREYTTA FORELDRA TILBÚNA Í BREYTINGAR
Bintu enda á svefnleysið - Hjálpaðu barninu þínu að sofa vel án þess að það gráti sig í svefn
Uppgötvaðu þrjú leyndarmál til að brjóta vítahring svefnleysisins, svo þú getir vaknað úthvíld, full sjálfstrausts og tilbúin til að njóta foreldrahlutverksins.
Að bæta svefn barnsins þíns getur breytt lífi þínu
Líður þér eins og þú sért að lifa af daginn í stað þes að njóta hans?
Horfiru á aðra foreldra og hugsar af hverju allt er erfiðara hjá þér?
Ef svo er, get ég hjálpað þér að gera breytingar
- Það er mögulegt fyrir þig að njóta foreldrahlutverksins
- Það er mögulegt fyrir þig að fá tíma fyrir sjálfan þig
- Það er mögulegt fyrir þig að eiga gæðastundir með maka þínum
- Það er mögulegt fyrir barnið þitt að vera úthvílt og glatt
- Það er mögulegt að dagurinn verði auðveldari
Góður og fyrirsjáanlegur svefn mun gera það fyrir þig.
Gefðu mér 60 mínútur og ég gef þér:

Þrjú leyndarmál til að hjálpa barninu þínu að sofa alla nóttina, svo þið getið sofið óslitnum nætursvefni.

Hvernig dagrútínan styður við góðan nætursvefn.

Hvernig þú getur stutt við góðan svefn án þess að barnið gráti sig í svefn.
Hittu fyrirlesarann, Hafdísi
Förum aðeins aftur í tímann…
Fyrir nokkrum árum var ég í þínum sporum - svefnlaus, uppgefin og leitaði lausna í örvæntingu. Hausinn á mér var einn grautur og ég var búin að missa gleðina.
Ég var búin að Googla frá mér allt vit, bara til að vera enn ringlaðari yfir því hvernig ég gæti hjálpað börnunum mínum að sofa vel.
Svo átti ég ljósaperu moment! Ég ákvað að gerast svefnráðgjafi barna - ekki bara til að leysa svefnvandamál minna eigin barna, heldur líka til að styðja aðra foreldra í sömu sporum með vísindalega studdum leiðum.
Með bakgrunn minn sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, áttaði ég mig á því að ég gæti sannarlega skilið svefn frá heildrænu sjónarhorni og fundið varanlegar lausnir fyrir fjölskyldur.
Í dag er ég fjögurra barna móðir og öll börnin mín sofa vel! Ég vakna úthvíld og hef lært hvernig hægt er að styðja við svefn á þann hátt sem manni líður vel með – engar harðar aðferðir, bara virðingarríkar og mannúðlegar lausnir.
Markmið mitt er að hjálpa þér að komast þangað líka, með fyrirsjáanlegum svefni fyrir barnið þitt svo þú getir endurheimt sjálfa/n þig, tengst maka þínum og það sem skiptir mestu máli, notið lífsins til fulls.


Þú veist örugglega að...
Svefn er nauðsynlegur fyrir andlega og líkamlega heilsu.
En það fer dýpra en það, hann gerir þér kleift að...
-
Endurheimta sjálfa þig
-
Tengjast maka þínum á ný
-
Njóta lífsins til fulls