Upgrade Your Sales Page NOW!
Undirbúðu þig með Fæðing í Flæði

Gefðu mér 4 vikur og þú ferð úr því að vera með stöðugan undirliggjandi kvíða tengdan fæðingu yfir í að vera með skýr verkfæri sem þú hefur æft endurtekið, svo ró og traust verða sjálfvirk viðbrögð þegar á reynir í fæðingu

Þetta prógram er fyrir verðandi foreldra sem eru opin, forvitin og tilbúin að undirbúa sig á djúpan hátt. Sem vilja verkfæri sem virka í líkamanum, ekki bara í huganum og vilja upplifa öryggi og valdeflingu í fæðingu.

Þetta er fyrir mig

Þú berð ótrúlega dýrmætan feng og þú ert að fara að ganga inn í reynslu sem getur mótað hvernig þú upplifir sjálfa þig, líkama þinn og upphaf foreldrahlutverksins.

Mig langar að tala við þig af einlægni, sem manneskja sem skilur hversu stór þessi viðburður er.

Ein leiðin sem þú getur farið er undirbúa þig lítið sem ekkert og vona það besta
Margir fara í þessa klassísku íslensku hugsun: „Þetta reddast.“
Lesa sér til hér og þar, hlusta á sögur, reyna að vera jákvæð og ekki stressa sig of mikið.

En undir yfirborðinu kraumar oft þessi óvissa…
„Verður þetta allt í lagi?“
„Mun ég höndla þetta?“
„Hvað ef ég missi stjórn þegar á reynir?“

Þessi leið getur þýtt að:

  • Óvissan fylgi þér hljóðlega
  • Þú upplifir þig ekki tilbúna þegar fæðingin byrjar
  • Fæðingin verður eitthvað sem gerist fyrir þig, frekar en að þú sért virkur þátttakandi

 

Hin leiðin er meðvitaður undirbúningur með fagaðila og samfélagi svo þú getir mætt fæðingunni af ró, trausti og tengingu við sjálfa þig.

Þegar þú ferð þessa leið:

  • Þjálfaru taugakerfið í slökun áður en á reynir
  • Byggiru upp traust sem þú finnur í líkamanum
  • Hefurðu verkfæri sem þú getur notað þegar á reynir
  • Upplifiru þig sem virkan þátttakanda í ferlinu

 

Þú ert ekki að undirbúa þig fyrir hina „fullkomnu fæðingu“.
Heldur finna sjálfa þig og þetta innra öryggi, þegar mest á reynir.

Fæðingin mun koma, hvort sem þú undirbýrð þig eða ekki.
Hver vika sem líður er tækifæri til að æfa ró, byggja upp traust og styrkja tengslin við líkama þinn og barnið þitt.

Fæðing í flæði er tækifæri til að undirbúa sig á djúpan hátt.
Með skýrleika og virðingu fyrir þér og þinni vegferð.

Það sem oft gleymist

Þú ert kannski spennt og þakklát. En samt er einhver hnútur í maganum.

Kannski ertu búin að lesa, hlusta, spyrja.
Kannski heldurðu að þú sért róleg en hugurinn fer á flug á kvöldin.

 „Ég vil eiga góða fæðingu… en veit ég raunverulega hvað ég þarf til þess?“

Þú ert ekki að gera neitt vitlaust. Þú ert ekki of viðkvæm. Þú ert ekki að ofhugsa neitt.

Vandinn er sá að flestur undirbúningur vinnur með meðvitaða hluta heilans en fæðing gerist í líkamanum og ósjálfráða taugakerfinu.

Þú getur viljað traust. Þú getur haft trú á líkamanum þínum.
En ef taugakerfið finnur ekki fyrir öryggi, þá tekur óttinn ósjálfrátt yfir þegar á reynir.

Og það er það sem þú ert hrædd við, ekki satt?

Að frjósa. Að missa stjórnina. Að týna röddinni þína. Að glata sjálfri þér. 

Ekki af því þú brást. Kannski af því þér var aldrei kennt að skapa innra öryggi.

Fæðing í flæði er ólíkt hefðbundnum undirbúningi.

Þetta er djúp taugakerfisþjálfun sem hjálpar líkamanum að upplifa öryggi og flæði.

 

Þú lærir að:

  • Umbreyta ótta í upplifað öryggi

  • Vinna með öldunum, ekki berjast við þær

  • Finna ró sem er líkamleg, ekki bara hugsun

  • Mæta fæðingunni sem virkur þátttakandi, ekki passívur áhorfandi

Ímyndaðu þér að þú standir við sjávarmálið og horfir á öldurnar skella á ströndinni.

Margar konur reyna að byggja vegg gegn öldunum, að berjast, stjórna og standast.
En hvað ef þú gætir í staðinn lært að fljóta, anda og hreyfast með krafti hafsins?
Hvað ef fæðing væri eitthvað sem þú mætir af öryggi og ró, ekki eitthvað sem gerist fyrir þig?

Fæðing í flæði™ er aðferðafræði sem vinnur með taugakerfið og umbreytir fæðingarundirbúningi úr hugrænu prófi í líkamlega upplifun af öryggi, trausti og innri styrk.

Þú getur ekki hugsað þig í gegnum rólega fæðingu

Fæðing gerist ekki í rökhugsuninni.
Hún gerist í líkamanum og ósjálfráða taugakerfinu.

Enginn fjöldi bóka, jákvæðra staðhæfinga eða vonar um hið besta mun duga ef þín dýpstu trúarkerfi tengja fæðingu enn við eitthvað ógnvekjandi eða hættulegt.

Fæðing í flæði™ kennir þér ekki bara um fæðingu, það þjálfar taugakerfið til að skynja fæðingu sem örugga, viðráðanlega og merkingarbæra upplifun.

Rétt eins og fær brimbrettakona berst ekki gegn öldunni heldur lærir að lesa takt hennar og hreyfast með kraftinum, kennir þessi aðferð þér að mæta ákefð fæðingarinnar með ró, skýrleika og sjálfstrausti.

 

 

Fæðing í flæði™ leggur áherslu á:

  • Endurforritun undirmeðvitundar
  • Jafnvægi og ró í taugakerfinu
  • Líkamlega upplifað öryggi með endurteknum æfingum

Þú byggir upp innri styrk til að mæta hverju því sem fæðingin ber í skauti sér með nærveru, trausti og innri styrk.

„En hvað ef þetta virkar ekki fyrir mig?“

Ég er ekki að lofa ákveðinni útkomu. Heldur að umbreyta innri upplifun þinni.

Þjálfun taugakerfisins virkar á alla líkama. Þetta er bara lífeðlisfræði.

„Ég hef ekki tíma fyrir enn eina nálgunina.“

Þú þarft ekki meiri tíma. Þú þarft stuttar, endurteknar æfingar sem breyta sjálfgefnu viðbragði líkamans. Ef þér finnst mikilvægt að eiga valdeflandi fæðingu, finnurðu þessar mínútur á dag.

Hér fyrir neðan mun ég sýna þér nákvæmlega hvernig Fæðing í flæði™ getur umbreytt fæðingarundirbúningi þínum, breytt ótta í upplifað öryggi, óvissu í innra sjálfstraust og fæðingu úr því að vera eitthvað sem þú þarft að þola yfir í upplifun sem þú mætir af fullri nærveru og í tengingu við sjálfa þig.

Ertu tilbúin að fljóta með í stað þess að berjast?

Að læra að hreyfast með öldum fæðingarinnar, í stað þess að láta þær yfirbuga þig?

Velkomin í 

Fæðing í flæði er 4 vikna netnámskeið og stuðningur í rauntíma, hannað til að þjálfa taugakerfið þitt og umbreyta hugarfarinu, svo þú getir farið úr kvíða og efasemdum yfir í djúpt traust og óhagganlegt sjálfstraust fyrir fæðinguna þína.

Þetta prógram er heildstæð leiðsögn í því að finna ró og skýrleika þegar á reynir, svo þú mætir fæðingunni með tengingu og innri styrk, sama hvernig hún þróast.

Þetta færðu þegar þú skráir þig í Fæðing í flæði:

Fæðing í Flæði

Megin kjarni Fæðing í Flæði
Vikulegt efni í 4 vikur sem fer langt út fyrir yfirborðslega fræðslu og vinnur markvisst með undirmeðvitundina. 

Fæðing í Flæði

Öndunar og slökunar verkfærakistan
Aðgangur og þjálfun í þremur sannreyndum öndunar aðferðum (róleg öndun, ölduöndun og fæðingaröndun), ásamt hugleiðslu/slökunar og dáleiðslu æfingum svo þú vitir nákvæmlega hvernig þú vinnur með hverri öldu og umbreytir ákefð fæðingarinnar í orku sem styður ferðalag barnsins.

Fæðing í Flæði

Leiðarvísir að jafnvægi í grindarholi og hagstæðri stellingu barnsins
Lærðu lykil hreyfingar og æfingar (innblásnar af Spinning Babies hugmyndafræðinni) sem skapa rými og jafnvægi í grindinni og styðja við hagstæða stöðu barns, fyrir mjúka og flæðandi fæðingu.

Fæðing í Flæði

Raunveruleikinn á fjórða þriðjungi
Stuðningsrík umræða um fyrstu vikurnar eftir fæðingu, svo að þú getir mætt nýbura tímabilinu með raunhæfar væntingar, meiri sjálfsumhyggju og minni kröfur á sjálfa þig.

Fæðing í Flæði

Stuðningur í rauntíma eftir 2. og 4. viku
Fáðu stuðning í rauntíma á umræðu fundum sem haldnir eru eftir 2. og 4. viku prógramsins, þar geturðu fengið persónulega leiðsögn, svör við spurningum og aðstoð við að innleiða æfingarnar, svo þú upplifir þig virkilega tilbúna. 

Fæðing í Flæði

Aðgangur að lokuðum Facebook hóp 
Traust samfélag verðandi foreldra á sömu vegferð og þú. Þar geturðu deilt því sem liggur þér á hjarta, spurt spurninga, fengið stuðning og myndað tengsl sem ná langt út fyrir prógrammið sjálft.

Hver af þessum mögnuðu konum veitir þér mestan innblástur?

Þú getur ekki stjórnað fæðingunni en þú getur stjórnað hvernig þér líður í henni

„Ég vissi að ég þyrfti að vinna með hugann fyrir þessa fæðingu, því síðasta fæðing mín var mjög hröð og krefjandi. Fæðing í Flæði hjálpaði mér að ná miklu meiri ró, bæði í daglega lífinu og núna í lok meðgöngu með tvö börn heima.

Ég er mun meðvitaðri um að æfa mig og hlusta á líkamann og ég finn að hugurinn er miklu slakari. Nú er ég bara orðin spennt fyrir fæðingunni! Ég veit að ég mun geta tekið því sem kemur, hvernig sem aðstæður verða.

Ég fékk góða þekkingu og upplýsingar, og mér finnst þetta svo valdeflandi, að vita hvernig ég get skapað bestu mögulegu stjórn og líðan í krefjandi aðstæðum. Fyrir mig er hugurinn stærsta tólið í fæðingu, hann er næstum það eina sem við getum stjórnað í þessum aðstæðum og þegar hugurinn er rólegur og á góðum stað, þá kemur líkaminn líka með.“

- Melkorka Rut

Hér er það sem bíður þín inni í Fæðing í flæði þegar þú gerist meðlimur.

Vika 1

OPNAÐU á þinn innri styrk og skapaðu jákvæða sýn á fæðingu

Endurforritaðu hugann fyrir jákvæða fæðingu: Færðu þig frá ótta og efasemdum yfir í óstöðvandi sjálfstraust.

Ef þú hefur fundið fyrir hnút í maganum eða efasemdum í tengslum við fæðinguna, þá ert þú ekki ein. Þessi tilfinning spáir ekki fyrir um framtíðina, heldur er þetta forrit sem er í gangi í undirmeðvitundinni. Vika 1 er lykillinn að því að skilja hvernig hugurinn virkar og að skapa meðvitað jákvæða og kraftmikla fæðingarsýn. Þú færð að stíga út úr óljósum vonum inn í djúpa, óhagganlega trú á að draumafæðingin þín sé möguleg.

Í viku 1 uppgötvaru:

  • Ísjaka-líkingin í fæðingu: Skildu muninn á meðvitund og undirmeðvitund og lærðu að tala tungumál öflugasta stýrikerfis líkamans.
  • Hvernig þú getur endurforritað undirmeðvitundina: Lærðu hvers vegna hugurinn á það til að dragast að hræðilegum fæðingarsögum og einföldu aðferðina til að endurforrita fókusinn svo þú sjáir frekar vísbendingar um öryggi og jákvæða upplifun.
  • Stóra sýnin: Skref-fyrir-skref ferli til að skapa lifandi og skýra sögu af draumafæðingunni þinni, svo sannfærandi að hugurinn byrjar strax að vinna að því að gera hana að veruleika.
  • 9 skrefa uppfærsla á viðhorfum: Greindu takmarkandi hugsanir og sögur sem halda aftur af þér og lærðu öflug verkfæri til að móta ný, valdeflandi viðhorf sem styðja þína drauma fæðingu.

Vika 2

Masteraðu lífeðlisfræði flæðis í fæðingu, líkaminn er gerður fyrir þetta

Lærðu að tala við hormóna- og taugakerfið fyrir auðveldari fæðingu.

Hættu að spyrja: „Hvað ef líkaminn minn getur þetta ekki?“ og byrjaðu að treysta hinni fornu visku sem býr innra með þér. Í þessari viku skoðum við lífeðlisfræðina á bak við fæðingu, sem gefur þér djúpan skilning á því sem er að gerast í líkamanum. Þú lærir að verða stjórnandi þinnar eigin fæðingarhormóna sinfóníu, leyfir kerfinu að flæða yfir af oxýtósíni og endorfínum og tryggir að taugakerfið haldist í sem bestu slökunar- og fæðingarástandi“ fyrir góðan framgang í fæðingu.

Í viku 2 uppgötvaru:

  • Oxýtósín-kóðann: Hvernig þú eykur öflugasta framgangs drífandi og verkjastillandi hormón líkamans og einfaldar breytingar á umhverfi sem koma í veg fyrir að adrenalín hægji á ferlinu.
  • Endurstilling taugakerfisins: Lærðu að þekkja muninn á sympatíska (streitu) og parasympatíska (slökunar) kerfinu og hvernig þú kemst aftur í slökunar- og fæðingarástand“ eftir þörfum.
  • Öndun í fæðingu: Hagnýtar og sannreyndar öndunaraðferðir sem hjálpa þér að vinna með hverri öldu og umbreyta ákefð aldanna í orku sem styður framgang fæðingarinnar.
  • ÁVEIT ramminn: Verkfæri til að taka upplýstar ákvarðanir, sem gefur þér skýra rödd og sjálfstraust til að standa með óskum þínum, svo þú upplifir alltaf stjórn í fæðingar reynslunni.

Vika 3

Djúpslökun og líkamlegur undirbúningur fyrir mýkri fæðingu

Markviss undirbúningur: Þjálfaðu líkamann í tafarlausri slökun og lærðu líkamlegar æfingar sem skapa rými, jafnvægi og orku fyrir fæðinguna. 

Eitt er að hugsa um að vera róleg, annað er að vera róleg þegar mest á reynir. Í þessari viku færðu hagnýt verkfæri til að þjálfa líkamann í djúpri slökun og breyta henni í vöðvaminni sem þú getur virkjað fljótt í fæðingu. Við færum fókusinn líka yfir á líkamlegan undirbúning fyrir fæðingu, fyrir sem bestan framgang í fæðingunni. Þú öðlast öryggi í því að vita að þú hafir gert allt sem í þínu valdi stendur fyrir þig og barnið þitt.

Í viku 3 uppgötvaru:

  • Þrjár öndunaraðferðir: Náðu tökum á rólegri öndun, ölduöndun og fæðingaröndun svo þú vitir nákvæmlega hvaða öndun á að nota á hverju stigi fæðingar til að halda fókus og mýkt.
  • Sjónsköpun fyrir mjúka opnun: Öflug sjónsköpun sem talar beint við líkamann og styður bæði slökun og líkamlegan framgang.
  • Jafnvægi í grindarholi (innblásið af Spinning Babies): Skildu hvernig styrkur, mýkt og teygjanleiki í vöðvum og bandvef hafa bein áhrif á framgang fæðingar og lærðu grunnatriðin sem styðja hagstæða stöðu barnsins.
  • Inngrip í fæðingu: Skýr og hlutlaus yfirferð á algengum inngripum og verkjastillingum (eins og mænurótardeyfingu, gangsetningu o.fl.) svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir af sjálfstrausti, ekki ótta.

Vika 4

MJÚK LENDING eftir fæðingu, tengsl, innsæi og upplýstar ákvarðanir

Undirbúðu mjúka lendingu eftir fæðingu

Þessi vika er þinn leiðarvísir að fyrstu klukkustundunum og vikunum eftir fæðingu. Hún gefur þér öryggi til að vernda þessa heilögu byrjun, koma brjóstagjöfinni mjúklega af stað og skapa rólegt, endurnærandi „hreiður“ fyrir fjölskylduna.

Í viku 4 uppgötvaru:

  • Vernd gullnu klukkustundarinnar: Lærðu 9 skrefin sem nýburinn tekur fyrstu klukkustundina eftir fæðingu, svo þú getir hámarkað tengslamyndun, hitastjórnun barnsins og gott upphaf brjóstagjafar.
  • Raunveruleika fjórða þriðjungsins: Raunhæfar væntingar fyrir fyrstu 12 vikurnar eftir fæðingu, hvíld, næring, bataferli og tilfinningalegar breytingar nýs hlutverks, svo þú getir notið þessa tíma án pressu.
  • Tengsl við barnið í móðurkviði: Einfaldar og öflugar tengslagaræfingar sem dýpka sambandið við barnið þitt og leggja grunn að tilfinningalegu öryggi barnsins áður en það kemur í heiminn.
  • Innsæi og öryggis listinn: Lærðu að þekkja mikilvægustu líkamlegu og andlegu merkin og hvenær rétt er að leita eftir aðstoð, svo þú upplifir öryggi og skýrleika í gegnum alla meðgönguna.

 

Miðað við allt sem þú ert búin að lesa hingað til ertu líklega farin að hugsa:
„Okay þetta hljómar rosa vel… hvað kostar þetta?“

 

Sem ég skil mjög vel. En áður en við tölum um tölur langar mig að deila með þér af hverju Fæðing í flæði er svo miklu meira en bara fæðingarfræðsla.

Hugsaðu þér muninn á því að vona bara að fæðingin gangi vel og því að finna það innra með þér að þú sért raunverulega undirbúin, sama hvernig fæðingin þróast.

Svo margir foreldrar eyða mánuðum eða árum, í að kvíða fyrir fæðingu, safna saman brotakenndum upplýsingum hér og þar og enda oft enn kvíðnari í staðin fyrir styrktir.

Ef þú ætlaðir að setja saman sambærilegan undirbúning á hefðbundinn hátt með einkatímum við sérfræðinga erum við að tala um miklu hærri kostnað. Persónuleg Doulu-þjónusta? Enn meira. Og jafnvel þá er ekkert víst að þú fáir þessa heildrænu nálgun sem snýr að taugakerfinu og upplifun fæðingar.

Síðustu 10 ár hef ég verið að sanka að mér reynslu sem ljósmóðir, hypnobirthing kennari, sótt alls konar sjálfsstyrkingar námskeið og þetta sameina ég allt í eitt prógram sem getur breytt því hvernig þú upplifir einn stærsta viðburð lífs þíns.

Venjulega myndi undirbúningur af þessari dýpt kosta hundruð þúsunda króna. En mér finnst mikilvægt að þetta sé aðgengilegt. Allir foreldrar eiga skilið stuðning sem eflir þau, róar og styrkir.

Þess vegna er Fæðing í flæði fjárfesting upp á litlar 29.900 kr.

Já þú last rétt. En ég vil leggja allt upp á borðið: Þetta verð er tímabundið. Það mun hækka.
Þetta er tíminn til að velja aðra nálgun í fæðingu, þar sem þú sannarlega undirbúin og valdefld. 

Þetta er þitt tækifæri til að fjárfesta í þinni fæðingarupplifun, fyrir brot af því sem sambærilegur stuðningur myndi kosta annars staðar.

Þetta er ekki bara námskeið. Þetta er leið til að finna öryggi, styrk og stuðning á meðgöngu og í fæðingu. OG verkfærin sem þú lærir hér nýtast ekki bara í fæðingu. Þau fylgja þér áfram í lífinu, þegar þú þarft ná ró og mæta krefjandi augnablikum af mildi og styrk. Ég nota þessi verkfæri sjálf reglulega.

 

Eingreiðsla: 29.900 kr.

Engar áskriftir. Engar afborganir.

Já, ég vil upplifa fæðingu í flæði

BóNUS #1

Fæðingar Vitinn: Þinn persónulegi fæðingarstuðningur á hljóðformi

Virði: 19.900 kr.

Ímyndaðu þér að hafa rólega, hlýja og styrkjandi rödd með þér í gegnum alla fæðinguna, jafnvel á tímum þegar þú getur ekki hugsað eða ef allt verður yfirþyrmandi. Þetta er þín líflína að öryggi, ró og innra trausti á einni mögnuðustu stund lífsins.

Þessi fæðingarstuðnings upptaka er eins og að hafa zen-fæðingarleiðsögn í eyrunum, hönnuð til að:

  • Hjálpa þér að halda ró og stöðugleika í kröftugum öldum
  • Styðja við traust með mjúkri og öflugri leiðsögn
  • Dýpka tengslin milli þín og barnsins þíns
  • Vera stöðug uppspretta róar, hvar sem þú fæðir

Margar konur óttast að missa fókusinn eða fara í panik í fæðingu. Þessi upptaka er þitt leynivopn: stöðug, nærandi nærvera sem hjálpar þér að anda, slaka á og treysta ferlinu þegar mest á reynir. Hvort sem þú fæðir heima eða á sjúkrahúsi verður þessi upptaka þitt persónulega skjól fyrir öryggi, ró og styrk.

Upptakan er hönnuð til að vera spiluð aftur og aftur, samfelld leiðsögn sem hvíslar að þér nákvæmlega það sem þú þarft að heyra. Hún styður þig í að flæða í gegnum hverja öldu af mildi, trausti og innri krafti.

Virði:
9.900 kr.

BóNUS #2

Handbók fæðingarfélagans

Ímyndaðu þér að hafa handbók sem breytir fæðingarfélaganum þínum úr mögulega kvíðnum áhorfanda í þinn öflugasta og sjálfsöruggasta stuðningsaðila í fæðingu.

Handbók fæðingarfélagans inniheldur skref-fyrir-skref plan sem hjálpar fæðingarfélaganum að verða öruggur og styðjandi félagi í fæðingu.
Helstu atriði:

  • Leiðbeiningar fyrir hvert stig fæðingarinnar
  • Hvaða orð og aðgerðir raunverulega styðja
  • Sannreyndar aðferðir til að halda ró, tengslum og öryggi hjá báðum
  • Hagnýt verkfæri fyrir árangursríkan stuðning í fæðingu

Þú gengur inn í fæðinguna vitandi að fæðingarfélaginn er ekki bara á staðnum, heldur virkilega undirbúinn til að vera þinn trausti klettur. Þessi handbók breytir óvissu í samvinnu og styrk, svo þið upplifið bæði öryggi, tengsl og stuðning í gegnum alla fæðinguna.

Ekki lengur spurningin: „Hvað á ég að gera?“
Ekki lengur tilfinning um fjarlægð eða yfirþyrmandi aðstæður.
Bara samstillt, öflug teymisvinna sem getur umbreytt fæðingarupplifun ykkar beggja.

BóNUS #3

Fæðingaróskir gerðar einfaldar

Virði:
9.900 kr.

Finnst þér erfitt að horfa á autt blað og vita ekki hvernig þú átt að orða fæðingaróskir þínar án þess að hljóma kröfuhörð? Hvað ef þú hefðir leiðarvísi sem breytir fæðingaróskum þínum í skýra, virðingarfulla og uppbyggilegt samtal við heilbrigðisstarfsfólk?

Fæðingaróskir gerðar einfaldar er sniðmát að því að setja fram óskir sem eru skýrar, hlýjar og teknar alvarlega. Þetta snýst ekki um stífa fæðingaráætlun, heldur um að valdefla þig til að fara í gegnum fæðinguna af sjálfstrausti og sveigjanleika.

Helstu atriði:

  • 20 raunhæf, tilbúin dæmi um fæðingaróskir
  • Dæmi sem ná yfir öll stig fæðingar og fæðingarferlis
  • Orðalag sem byggir upp samvinnu, ekki ágreining
  • Dæmi fyrir sjálfkrafa upphaf fæðingar, gangsetningu og óvæntar aðstæður
  • Sannreynd nálgun að upplýstu samþykki og skýrum samskiptum

Þú gengur inn í fæðingar rýmið vel undirbúin, með kristaltæra leið til að tjá þín gildi, vonir og óskir. Enginn kvíði yfir því að „gera þetta rétt“ eða áhyggjur af því hvernig þú átt að tala við heilbrigðisstarfsfólk. Þetta er þinn grunnur að fæðingarupplifun sem virðir þína rödd, þinn líkama og þína einstöku vegferð.

Virði:
9.900 kr.

BóNUS #4

Fæðingar-buddy: Undirbúnings- og stuðningsfélagi þinn á meðgöngu

Verum hreinskilin: Meðganga getur á sama tíma verið mögnuð, ógnvekjandi, falleg og einmana. Hvað ef þú hefðir einhvern sem virkilega skilur þetta? Einhvern sem gengur þér við hlið í gegnum þessa vegferð í einlægum og styðjandi tengslum.

Fæðingar-buddy er mannleg tenging við aðra verðandi móður sem er að upplifa nákvæmlega það sama og þú. Þetta gefur þér tækifæri til að skapa einlægt, nærandi samband sem gefur þér tilfinninguna: „Ég er ekki ein. Við erum í þessu saman.“

Ímyndaðu þér að hafa:

  • Manneskju sem sendir þér „ég sé þig“ skilaboð þegar þú ert að ströggla
  • Einhvern sem fagnar sigrunum þínum, sama hversu litlir þeir eru
  • Öruggt rými til að deila þínum dýpsta ótta og villtustu vonum
  • Tengingu sem minnir þig á þinn innri styrk

Þetta er stuðningur sem getur gert meðgönguna svo miklu betri og skemmtilegri.

Því sannleikurinn er:
Þér var aldrei ætlað að gera þetta ein.

TÖKUM STUTTA SAMANTEKT!

Ef þú ert tilbúin að færa þig frá ótta og kvíða yfir í djúpstætt innra öryggi, líkamlegt traust og ró þegar mest á reynir, þá er þetta allt sem bíður þín þegar þú verður með Fæðing í flæði í dag:

Kjarna prógrammið: Þinn leiðarvísir að fæðingu í flæði

Þetta er heildstæð, taugakerfis miðuð nálgun sem hjálpar þér að búa til fæðingarupplifun sem þú tekur virkan þátt í ekki eitthvað sem bara gerist fyrir þig.

  • 4 vikna kjarni
    Skýr uppbygging sem undirbýr huga, líkama og taugakerfi fyrir fæðingu. Þú ferð í gegnum markvissa vinnu með undirmeðvitundina og færir undirbúninginn úr höfðinu niður í líkamann.
    (Virði: 49.900 kr.)
  • Stuðningur í rauntíma
    Mættu á Zoom fundi eftir viku 2 og 4, þar sem þú færð stuðning í rauntíma, svör við spurningum og hjálp við að innleiða æfingarnar svo þú haldir fókus, ró og sjálfstrausti alla leið. Þú hefur jafnframt aðgang að öllum framtíðar Zoom fundum sem haldnir verða.
    (Virði: 49.900 kr.)
  • Ævilangur aðgangur að lokuðu Facebook-samfélagi
    Þitt varanlega stuðningsnet. Tengstu öðrum verðandi foreldrum, deildu sigrum og fáðu hvatningu í öruggu rými út meðgönguna.
    (Virði: 49.900 kr.)

ÞÚ FÆRÐ ÞESSA EINSTÖKU BÓNUSA ALGJÖRLEGA FRÍTT:

Þessar auka gjafir eru hannaðar til að styðja þig enn betur í gegnum raunverulegar áskoranir meðgöngu og fæðingar og gera vegferðina léttari og ánægjulegri.

  • BÓNUS #1: Fæðingar Vitinn
    Þinn persónulegi fæðingarstuðningur á hljóðformi. Hönnuð til að hjálpa þér að halda ró og stöðugleika í kröftugum öldum fæðingarinnar. 
    (Virði: 19.900 kr) 

  • BÓNUS #2: Handbók fæðingarfélagans
    Leiðarvísir sem breytir fæðingarfélaganum úr mögulega kvíðnum áhorfanda í sjálfsöruggan, jarðtengdan klett í fæðingu.
    (Virði: 9.900 kr.)
  • BÓNUS #3: Fæðingaróskir gerðar einfaldar
    Skýr rammi með 20 tilbúnum dæmum sem hjálpar þér að koma óskum þínum á framfæri á hlýjan og virðingarríkan hátt, svo röddin þín fái raunverulegt vægi.
    (Virði: 7.900 kr.)

  • BÓNUS #4: Fæðingar-buddy – undirbúnings félagi þinn á meðgöngu
    Einlæg og mannleg tenging við aðra verðandi móður á sömu vegferð, fyrir pepp, speglun og aukin styrk.
    (Virði: 9.900 kr.)

SAMTALS VIRÐI: YFIR 220.000 kr.

En þín fjárfesting er hvergi nærri svo há.

Þú færð strax aðgang að Fæðing í flæði kerfinu, kjarna efninu viku fyrir viku og öllum bónusunum fyrir aðeins 34.900 kr í dag.

Smelltu hér fyrir neðan til að skrá þig og byrjað að byggja upp djúpt innra öryggi og traust.

Já, ég vil upplifa fæðingu í flæði

Skráðu þig í Fæðing í Flæði, án áhættu í 30 daga

Trygging
Ég vil gera þessa ákvörðun eins auðvelda fyrir þig og mögulegt er. Þess vegna færðu 100% endurgreiðslu tryggingu í 30 daga.

Ef þú ferð í gegnum Fæðing í flæði, leggur þig fram og gerir æfingarnar, en finnur ekki fyrir meiri ró, öryggi og trausti gagnvart fæðingunni, þá sendirðu einfaldlega póst á [email protected] og þú færð allt endurgreitt. Engin vandamál.

Þetta þýðir að þú getur skráð þig í dag, algjörlega áhættulaust, og fundið sjálf hvort Fæðing í flæði sé rétta nálgunin fyrir þig. Ef þetta er ekki rétti undirbúningurinn fyrir þig, þá er það allt í góðu, leiðir skiljast í fullri sátt 🤍

Og ef þú elskar þetta ekki af hvaða ástæðu sem er, þá færðu peninginn þinn til baka.

Áhættan er alfarið okkar, því við vitum að þetta virkar.

Vinsælustu spurningunum svarað

Ef þú finnur ekk svar við spurninguni þinni hér að ofan, endilega sendu mér póst á [email protected], ég myndi elska að svara þér.

Skráðu þig í dag og umbreyttu fæðingarupplifun þinni.