LOKSINS, MANNÚÐLEGAR SVEFNLAUSNIR SEM VIRKA
Ímyndaðu þér að vakna úthvíld, endurnærð og tilbúin að takast á við daginn
Fáðu þá þekkingu og stuðning sem þú þarft til að hjálpa barninu þínu að sofa vel, án þess að fórna þínum gildum í foreldrahlutverkinu, svo að þú getir:
✔️ Upplifað sjálfstraust varðandi svefninn
✔️ Fengið þína andlegu og líkamlegu orku til baka
✔️ Notið lífsins án þess að þreytubugunin aftri þér.
Já takk! Ég er meðHljómar þetta eins og þú?
✗ Þú manst ekki hvenær þú svafst síðast heila nótt.
✗ Þú þráir að fá kvöldin þín aftur, svo þú getir átt smá tíma fyrir þig og sambandið.
✗ Þú eyðir öllum deginum í að reyna að svæfa barnið, en samt sefur það ekki.
✗ Þreytu bugunin veldur því að þú átt erfitt með að njóta dagsins.
✗ Þér líður eins og þú sért búin að reyna allt, en ekkert virkar til að fá barnið til að sofa.
✗ Þú eyðir klukkutímum saman í að lesa misvísandi upplýsingar og ráð, bara til að verða enn ringlaðari.
Hvað af þessu myndi breyta mestu fyrir þig:
✓ Barnið þitt sofnar auðveldlega og þú færð loksins kvöldin þín aftur.
✓ Þú vaknar úthvíld á morgnanna og getur verið það foreldri sem þú vilt vera.
✓ Barnið er í fyrirsjáanlegri rútínu sem virkar fyrir það og þig.
✓ Þú hefur loksins tíma til að hlaða batteríin yfir daginn og huga að sjálfri þér.
✓ Þú hefur aðgang að svefn sérfræðingi til að fá svör við þínum spurningum.
✓ Þú ert partur af samfélagi foreldra sem skilja þig.
Ef þetta hljómar vel ertu á réttum stað!
Velkomin í Virðingarríka Svefnklúbbinn!
Staður þar sem þú færð þá þekkingu og þann stuðning sem þú þarft til að hjálpa barninu þínu að sofa vel, án þess að fórna innsæi þínu eða gildum. Svo að öll fjölskyldan geti vaknað úthvíld og endurnærð.
Já takk!
Af hverju talar fólk svona vel um Virðingarríka Svefnklúbbinn?
“Það eykur bara tengslin að sofa báðar betur”
“Hún sofnar oftast sjálf í eigin rúmi, ekki á brjósti sem þýðir aukið frelsi því nú getur hver sem er svæft. Daglúrar hafa lengst, meiri ró yfir barni og mömmu, betri tengsl og mamman upplifir meiri stjórn á öllu og vanmættið mun minna.
Hún sefur betur og svo margt sem ég skil betur, tímasetningar á vöku og annað. Hélt að það yrði erfiðara fyrir okkur að sofa aðskildar en það eykur bara tengslin að sofa báðar betur.”
- Mamma 7 mánaða
“Barnið er mun hamingjusamara á daginn”
“(VS) gaf mér sjálfstraust til þess að gera það sem er best fyrir alla. Barnið er mun hamingjusamara á daginn eftir að það komst rútína á svefninn og mér líður mun betur að vita hvað ég þarf að gera til þess að hjálpa því að sofa. Mér fannst frábært að geta valið mér aðferðir út frá mínum gildum/uppeldisaðferðum og persónueinkennum barnsins míns. Einnig fannst mér frábært að hafa hópsímtöl á zoom reglulega til þess að halda manni við efnið, fá ráð og heyra reynslusögur frá öðrum.”
- Mamma 5 mánaða
Hvað er innifalið?
Tveggja ára aðgangur að Virðingarríkum svefnlausnum - Skref fyrir skref leiðbeiningar í átt að góðum svefni, í formi stuttra myndbanda.
- Vinnubækur til að fylla út þar sem við á.
- "Hvað ef..." kaflar þar sem við á.
- Nokkrar mismunandi svefnþjálfunar aðferðir til að velja úr (ekkert cry it out)
- Hjálp við að velja aðferð sem hentar persónueinkennum barnsins þíns, þínum gildum í foreldrahlutverkinu og núverandi aðstæðum.
- Svefn fjölbura.
- Lausn við sérstökum vandamálum
- Vaknar snemma
- Tíðar næturvaknanir.
6 vikna aðgangur að:
- Vikulegum Zoom fundum þar sem þú getur fengið stuðning og ráðgjöf.
- Lokuðu samfélagi foreldra á sömu vegferð, þar sem þú getur spurt spurninga allan sólarhringinn og fengið stuðning.
- Þú ræður hvenær þetta 6 vikna stuðnings tímabil byrjar. Þarf ekki að byrja strax eftir kaup.
- Ef þú vilt frekar eitt 30 mín einn á einn símtal í stað sex vikna af hópsímtölum og samfélags, er það ekkert mál.
Hver er Hafdís?
Fyrir nokkrum árum, í fæðingarorlofi með annað barnið mitt (Jón Sölva), var ég í sömu sporum og þú, svefnlaus, buguð og VARÐ að fara að finna út úr þessu. Hausinn á mér var orðin að einum grauti og ég var búin að missa gleðina.
Ég eyddi vil-ekki-vita hve mörgum klukkustundum í að leita svara á netinu, bara til að verða enn ringlaðari um hvernig best væri að hjálpa honum að sofa betur.
Svo kviknaði á peru í hausnum á mér! Ég ákvað að gerast svefnráðgjafi barna – ekki bara til að leysa svefnvanda minna eigin barna heldur líka til að veita öðrum foreldrum í sömu sporum sérfræðiráðgjöf byggða á vísindalegum grunni.
Með minn bakgrunn minn sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir áttaði ég mig á að ég gæti nálgast svefn barna á heildrænan hátt og fundið varanlegar lausnir fyrir fjölskyldur.
Undanfarin 3 ár hef ég haft þann heiður að hjálpa yfir 3000 börnum að sofa betur.
Í dag er ég móðir fjögurra barna, og öll börnin mín sofa vel! Ég vakna úthvíld og hef lært að styðja við góðan svefn á þann hátt sem mér líður vel með – engar harkalegar aðferðir, bara virðingarríkar og mannúðlegar lausnir.
Börnin mín eru heilbrigð, hamingjusöm og með örugg tengsl. Við, sem foreldrar, erum úthvíld, heilbrigð og glöð.
Markmið mitt er að hjálpa þér að komast þangað – að fá góðan svefn fyrir þig og barnið þitt svo þú getir endurheimt sjálfan þig, tengst maka þínum og, það sem skiptir mestu máli, notið lífsins til fulls.
Hvaða árangur eru meðlimir VS að sjá?
Þetta var allt gert með góðri samvisku
“Við settum hann strax í dagrútínuna samkvæmt plani. Mér fannst það skipta miklu máli og tel ég að það hafi átt stóran þátt í þessu.
…allt ferlið við þetta var svo þægilegt og ánægjulegt, það var gaman að fagna litlu sigrunum á leiðinni og allt þetta var gert með góðri samvisku og án mikils gráturs… allt eitthvað svo eðlilegt með góðum leiðbeiningum… nú fjórum mánuðum seinna sofnar hann alveg sjálfur og sefur alla nóttina… og ég bara hætti ekki að dásama þetta námskeið”
- Mamma 10 mánaða
Ég var komin í þrot af svefnleysi
Hún var ekki í neinni rútínu, fór seint að sofa og lúrar voru óreglulegir. Núna er svefninn orðin mun betri, hún fer að sofa á sama tíma öll kvöld og vaknar á sama tíma á morgnanna (+/- 15-30 mín), lúrar eru á sama tíma á daginn og orðnir lengri, voru alltaf 25-35 mín en núna eru þeir 1 klst + 1,5 klst.
Ég var eiginlega komin í þrot af svefnleysi en staðan er önnur núna. Ég er mun jákvæðari gagnvart svefntíma. Hann er ekki að valda kvíða lengur heldur eigum við notalega stund fyrir svefninn.
- Mamma 8 mánaða
VS er KLÁRLEGA fyrir þig ef:
✔ Þú vilt fá tæki og tól til að bæta svefninn eða styðja við góðan svefn
✔ Þú vilt ráð sem gefa þér leyfi til að hlusta á þitt eigið innsæi
✔ Þú vilt bæta svefninn á þann hátt sem hentar þér og þínu barni
✔ Þú vilt ekki að “mömmuhjartað” þurfi að þjást til að fá góðan svefn
✔ Þú ert tilbúin til að leggja vinnu í að fá loksins góðan svefn
✔ Þú ert tilbúin að sækja og þiggja þann stuðning sem þú þarft
VS er EKKI fyrir þig ef:
✗ Barnið þitt er vel yfir 2 ára eða vel undir 4 mánaða
✗ Þú vilt fylgja ströngum reglum/svefnþjálfunaraðferðum til að bæta svefninn
✗ Þú ert að leita að “quick fix-i”/einni töfralausn sem hentar öllum börnum
✗ Þú ert ekk tilbúin til að leggja á þig neina vinnu til að bæta svefninn