Fyrir verðandi mæður sem vilja fæða af yfirvegun og trú á eigin getu
Undirbúðu líkama og taugakerfi fyrir rólega, tengda og valdeflandi fæðingu, þar sem þú flæðir, treystir og heldur innri styrk
Skráðu þig á forgangslistann og vertu fyrst að vita þegar dyrnar opna aftur og fá sértilboð og bónusa - engin skuldbinding.
Já takk, settu mig á forgangslistann!Ertu tilbúin að læra að halda líkamanum rólegum,
huganum sterkum og taugakerfinu í öryggi í gegnum fæðinguna?
Fæðing í Flæði kennir þér hvernig þú getur mætt fæðingu með ró í stað ótta,
mjúkri opnun í stað spennu og djúpri trú á eigin getu í stað efa.
Þetta er ekki námskeið þar sem þú „lærir um fæðingu“.
Þetta er þjálfun í innri ró, líkamsminni og öruggu taugakerfi
þannig að fæðing verði eitthvað sem þú hlakkar til að ganga inn í.
Í Fæðing í Flæði lærir þú:
- Hvernig þú getur farið frá því að óttast fæðinguna yfir í að hlakka til hennar.
- Áhrifaríkar slökunaræfingar og aðferðir sem undirbúa líkama og huga fyrir fæðinguna
- Leiðir til að byggja upp djúpa trú á eigin getu – jafnvel þótt þú efist um hana núna
- Hvernig þú getur mætt verkjum með ró í stað mótstöðu
- Hvernig þú og fæðingarfélagi þinn getið unnið saman sem teymi
Ég kenni fæðingarundirbúning út frá taugakerfinu, líkamsminni, innri trú og kvenorku.
Fæðing er ekki verkefni til að standa af sér. Hún getur verið umbreytandi og ég vil að upplifir þig örugga og kraftmikla í gegnum hana.